Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. september. 2006 05:15

Benedikt Bjarnason vill á lista Samfylkingarinnar

Benedikt Bjarnason háskólanemi á Bifröst hefur gefið kost á sér til setu í 3.- 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi við næstu þingkosningar. Hann er Súgfirðingur og  er á lokaári í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst og samhliða því vinnur hann  að uppbyggingu verkefnisins Sjávarþorpið Suðureyri. Í samtali við Skessuhorn segist hann snemma hafa hneigst að jafnaðarstefnunni og hafi tekið virkan þátt í stjórnmálastarfi, fyrst með Alþýðuflokknum og síðar með Samfylkingunni. Hann var um tíma formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og hefur setið á lista Alþýðuflokksins í sveitar- og Alþingiskosningum.

 

 

Hann segir ástæður framboðs síns óbilandi trú á uppbyggingu landsbyggðarinnar. „Ég tel að tækifæri landsbyggðarinnar hafi verið að aukast á seinni árum.  Með markvissri og metnaðarfullri stefnu í, samgöngu-, atvinnu og menntamálum mun samkeppnisstaða Norðvesturkjördæmis styrkjast verulega og verða sambærileg við önnur kjördæmi.  Einnig er ég mjög áhugasamur um færslu á verkefnum frá ríki til sveitarstjórna enda eru sveitastjórnir best í stakk búnar til að taka ákvarðanir um nærþjónustu við íbúa. Styrking sveitastjórnarstigsins er í raun áhrifaríkasta leiðin til að styrkja byggðir landsins að mínu mati“ segir Benedikt.

 

Benedikt segir áríðandi að jafnaðarmenn komist til valda og verði gert kleift að brúa þá gjá sem hann segir að sé orðin til í landinu á milli ofurríkra og bláfátækra.  „Listinn okkar verður því að endurspegla fjölbreytileika okkar ásamt kyni og aldri.  Þjóðfélagið þarfnast ríkisstjórnar sem stefnir að félagslegum og efnahagslegum jöfnuði íbúanna. Þessum áherslum verður aldrei hrint í framkvæmd nema að jafnaðarmenn leiði næstu ríkisstjórn og því býð ég fram krafta mína í baráttu okkar jafnaðarmanna fyrir réttlátu samfélagi“ segir Benedikt að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is