Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. september. 2006 04:27

Umferðarráð vill hert viðurlög við umferðarlagabrotum

Umferðarráð kom saman til fundar í dag.  Þar tilkynnti Óli H Þórðarson fulltrúum í ráðinu að hann hefði óskað eftir því við samgönguráðherra að verða leystur frá formennsku í Umferðarráði. Nýr formaður verður því skipaður frá og með 1. október n.k. Þá var samþykkt svohljóðandi ályktun:  „Umferðarráð lýsir þungum áhyggjum vegna síendurtekinna frétta af miklum hraðakstri, bæði í þéttbýli og á þjóðvegum. Í umfjöllun fjölmiðla heyrist hugtakið ofsaakstur æ oftar notað um þessi mál.  Ljóst er að nokkur hópur bílstjóra og bifhjólamanna skellir skollaeyrum við hverskonar viðvörunum og sýna þessir ökumenn með hegðun sinni að þeir  virðast ekki hafa skilning á, né þroska til að meta hvaða afleiðingar slíkur háskaakstur getur haft í för með sér, bæði fyrir þá sjálfa og samferðamenn. 

Að mati Umferðarráðs er þetta vítaverð framkoma og ófyrirgefanleg eigingirni, sem full ástæða er til að bregðast við af alefli.  Þrátt fyrir margháttaðar aðgerðir gegn þessari vá á undanförnum árum hvetur Umferðarráð til enn róttækari aðgerða gegn hraðakstri og öðrum alvarlegum umferðarlagabrotum, m.a. stórhertra viðurlaga”.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is