Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2006 08:34

Snæfell úr leik í fyrirtækjabikarnum

Fyrstu keppnisleikirnir fóru fram í körfuknattleiknum í gær, en áður höfðu liðin leikið einhverja æfingaleiki. Snæfell tók á móti Tindastóli frá Sauðárkróki og laut í lægra haldi 83-90. Snæfellingar eru því úr leik í fyrirtækjabikarnum. Lið Snæfells byrjaði betur og átti Tindastóll erfitt uppdráttar framan af. Gestirnir áttu hins vegar góðan kafla í seinnihluta fyrrihálfleiks og tókst að minnka muninn. Engu að síður leiddi Snæfell í háfleik með tíu stiga mun 48-38.

 

Stólarnir komu vel stemmdir til síðari hálfleiks og tókst að vinna sig inn í leikinn. Justin Shouse lenti í villuvandærðum hjá Snæfelli og við það riðlaðist vörnin. Tindastóll gekk á lagið og náði forskoti í lok þriðja fjórðungs sem Snæfelli tókst aldrei að jafna. Leiktíðin fer ekki vel af stað hjá Snæfelli en liðið tapaði fyrir Skallagrími í æfingarleik í síðustu viku.

 

Skallagrímur leikur í fyrirtækjabikarnum á sunnudaginn klukkan 19:15 í Borgarnesi. Mótherjar liðsins verða sigurvegarar viðureignar ÍR og Hauka sem fram fer í kvöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is