Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2006 09:05

Guðjón Þórðarson hittir leikmannahópinn

Guðjón Þórðarson, nýráðinn þjálfari meistarflokks karla í knattspyrnu hjá ÍA, hitti leikmenn meistaraflokks og 2. flokks á fundi í gær á Akranesi. Guðjón hafði fyrr um daginn verið ráðinn í stöðuna og með honum í för var nýskipuð stjórn sem réð Guðjón til starfans. Guðjón tók til máls og kynnti sig og sínar áherslur fyrir leikmönnum. Hann sagði verkefnið sem fyrir liggur vera einfalt; að koma ÍA í fremstu röð á landsvísu og örlítið lengra. Til þess þyrfti karakter en fyrst og fremst vinnu og enn meiri vinnu. Guðjón sagði enga tilviljun að liðið hefði verið í botnbaráttu allt sumar. Menn gætu átt einn og einn slæman leik en heilt tímabil væri nokkuð annað og margir þyrftu að líta í eigin barm.

 

Hann boðaði nokkuð stíft æfingaprógramm og að menn yrðu að undirgangast mælingar, en meistarflokkurinn fær þriggja vikna frí frá og með mótslokum en kemur aftur til æfing 17. október. Síðan munu æfingar verða stífari upp úr áramótum. Guðjón sagði að ef menn stæðu sig og fylgdu æfingaprógrammi þyrfti ekki að sækja leikmenn annað fyrir næsta sumar.

 

Gísli Gíslason, formaður stjórnar, kynnti hinn nýja mannskap til sögunnar og lofaði leikmönnum því að stjórnin mundi gera allt sem í hennar valdi stæði til að hafa umgjörðina eins góða og hægt er. Hann bar lof á störf Hafliða Guðjónssonar, þjálfara 2. flokks, en hann mun starfa með Guðjóni. Þá sagði hann að sumarið hjá meistaraflokknum hefði verið skrykkjótt og liðið farið vægast sagt hægt af stað, en þetta hefði endað vel og menn hefðu sýnt að það er mikill fótbolti í liðinu.

 

Gísli bar lof á þá bræður Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni og sagði að þær gætu gefið mikið af sér, bæði á vellinum og til yngri leikmanna. Hann upplýsti að óskað hefði verið eftir að nýta krafta þeirra áfram á einhvern hátt, en ekki væri komin niðurstaða í þau mál. Hann sagði þá bræður vera ljúfa og góða drengi sem skildu að fyrst og fremst snerist þetta allt um félagið. Gísli sagði nýja stjórn ekki vera komna til starfa til að kaupa nýtt lið, menn vildu halda öllum mannskap. Þó gæti vantað í eina og eina stöðu. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is