Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2006 02:56

Lestur bætir þroska barna og bætir þau

Hafdís Daníelsdóttir hefur lesið fyrir börn á bókasafninu á Akranesi sl. 20 ár

Sögustundir fyrir börn hafa verið við lýði á Bókasafninu á Akranesi síðan í október árið 1987 en þá byrjaði Hafdís Daníelsdóttir bókavörður að vera með sérstakar sögustundir fyrir börn á aldrinum 3 til 6 ára. Í mörg ár voru stundirnar tvær á miðvikudögum í hverri viku, fyrir og eftir hádegi. “Þegar ég fór fyrst að kynna mér sögustundir á bókasöfnum í Reykjavík voru að mæta þangað 3 til 5 börn og á einu safninu sem ég fór á mætti ekkert barn. Því þorði ég nú ekki að vona að þetta myndi ganga eins vel og raun varð hér hjá okkur. Fyrstu árin voru það að jafnaði 17 til 20 börn sem komu hingað til mín í sögustund en með árunum hefur þeim fækkað verulega,” sagði Hafdís í samtali við Skessuhorn. Hún telur að minnkandi þátttaka í sögustundum sé vegna þess að foreldrar hafi minni tíma aflögu fyrir börnin sín en áður var. “Svo finnst mörgum foreldrum það svo gott mál að skella bara spólu í videotækið og þá séu börnin sátt.”

 

Í sögustundum las Hafdís fyrir börnin, þau sungu öll saman, hún fór með gömul og fáheyrð ljóð og þulur fyrir þau og svo fengu þau að teikna og lita hjá henni og eiga mörg þeirra barna sem hvað mest sóttu sögustundirnar dýrmætar möppur til minningar sem geyma teikningar þeirra frá yngri árum. “Síðustu vetur voru 3 til 4 börn sem alltaf komu en nú erum við að brydda upp á nýung en þá hefst hjá okkur stund sem við köllum “Lesið fyrir börnin”. Þá ætla ég klukkan 17 á miðvikudögum að setjast í gamla góða sögustólinn minn og lesa upp úr einhverri nýlegri barnabók og öllum er velkomið að koma og hlusta, sama á hvaða aldri hlustendur eru. Nú ef einhverjir fleiri hafa áhuga á að lesa fyrir börnin, eins og skáld sem hafa gefið út barnabækur eða eitthvað slíkt, þá er velkomið að koma og lesa eða deila með börnunum uppáhalds sögunni sinni,” sagði Hafdís um nýju sögustundina á safninu.

Hafdísi dreymir um að fleiri ungir foreldrar komi með börn sín á bókasafnið og leyfi þeim að skoða bækur og njóta þess sem safnið hefur upp á að bjóða, nóg sé líka fyrir foreldrana að gera þar, þar sem ekki eru einvörðungu bækur á safninu heldur einnig öll helstu glanstímarit o.fl. “Allir hafa gott af að koma hingað, andrúmsloftið er svo róandi og notalegt. Lestur hefur sannað gildi sitt í fjöldanum öllum af rannsóknum á þroska og slíku, hann skilar sér á svo margan hátt. Þau börn sem hingað koma reglulega vilja yfirleitt alltaf koma aftur og aftur og vilja helst ekki fara heim af safninu. Ég held ég hafi aldrei kynnst barni sem ekki vill láta lesa fyrir sig og aldrei man ég eftir grátandi barni hér, hvorki í sögustundunum eða hér með foreldrum í almennri heimsókn. Þetta hefur verið yndislegt að starfa hér með börnunum, þau hafa gefið mér svo mikið. Það hefur verið svo gaman að vera hérna með þeim og ég vona að hingað komi sem flest börn í nýju stundina okkar,” sagði Hafdís að lokum.

 

“Lesið fyrir börnin” hefst á Bókasafninu á Akranesi miðvikudaginn 4. október klukkan 17.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is