Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. september. 2006 11:14

SÓ húsbyggingar byggja iðngarða í Borgarnesi

Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar vegna byggingar húss undir iðngarða við Sólbakka 27 í Borgarnesi. Það er fyrirtækið SÓ húsbyggingar sem byggir og mun selja rými í húsinu. Það verður reist úr stálgrind og klætt með yleiningum og verður alls 664 fermetrar að flatarmáli sem skiptist að innan í sjö ríflega 90 fermetra rými. Möguleiki er hjá þeim sem kaupa rými í húsinu að festa sér fleiri en eitt rými og einnig er hægt að setja upp milliloft þannig að hægt er að tvöfalda gólfflöt. “Við gerum ráð fyrir að fá einingar í húsið um áramót og stefnum að því að framkvæmdum verði lokið í febrúar á næsta ári. Við höfum þegar ráðstafað fjórum rýmum af sjö í húsinu og erum bjartsýnir á hin þrjú seljist. Stórar innkeyrsludyr verða á húsinu og hátt til lofts þannig að húsið hentar t.d. vinnuvélaeigendum ágætlega.

 

Einnig er hægt að smíða loft yfir t.d. hluta rýmisins og gert ráð fyrir að menn geri það til að koma fyrir aðstöðu fyrir t.d. skrifstofu og snyrtingar,” sagði Stefán Ólafsson, byggingaverktaki hjá SÓ húsbyggingum í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is