Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. september. 2006 12:39

Viðræður um fráveitu og ljósleiðaravæðingu í Grundarfirði

Bæjarráð Grundarfjarðar hefur hafið óformlegar viðræður við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um hvort fyrirtækið sé tilbúið til að taka yfir fráveitu í Grundarfirði. Við þær viðræður hefur lagning ljósleiðara í bæjarfélagið komið upp. Ekki er þó um formlegar viðræður að ræða og ekkert er í hendi með málið. Orkuveitan sér nú þegar um sölu á rafmagni og heitu og köldu vatni í bænum. Á fundi bæjarstjórnar þann 14. september lögðu fulltrúar L-lista fram tillögu um að bæjarstjórn færi í viðræðu við OR um „yfirtöku á holræsum og lagningu ljósleiðara,“ eins og segir í tillögunni. Lagt var til að einn fulltrúi meirihluta og einn fulltrúi minnihluta mynduðu nefnd sem færi í viðræðurnar. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá.

 

Sigríður Finsen, forseti bæjarstjórnar, sagði í samtali við Skessuhorn að tillögunni hefði verið vísað frá vegna þess að nú þegar væru hafnar óformlegar viðræður. Bæjarráð hitti fulltrúa OR nýlega og voru þessi mál þar á dagskrá. Þar mun þó fyrst og fremst hafa verið rætt um fráveitumál. Sigríður sagði bæjarstjórn ekki búna að mynda sér stefnu í því hvort óskað yrði eftir ljósleiðaravæðingu. Málið væri á byrjunarstigi og búið væri að marka næstu skref, en ekkert væri fast í hendi. Kostnaður við mögulegar framkvæmdir liggur ekki fyrir.

Gísli Ólafsson, fulltrúi L-lista, sagði aðspurður að minnihlutinn hefði talið að fara ætti í beinar viðræður við OR um málið. Hann taldi eðlilegt að OR tæki yfir fráveituna og legði ljósleiðara í bæinn, enda væri ljósleiðari forsenda þess að fyrirtæki og stofnanir flyttu út á land. Hann sagði að í vor hefði bæjarstjórn verið boðið á kynningarfund hjá OR og minnihlutinn hefði talið eðlilegt framhald af því að fara í beinar viðræður um málið.

 

Emil Sigurðsson, fulltrúi L-lista, sat fundinn með fulltrúum OR. Hann sagði að út úr honum hefði ekkert komið. Hann hefði spurst fyrir um hvort stjórnarskipti í OR hefðu breytt forsendum málsins en fengið þau svör að svo væri ekki. OR hefur tekið að sér lagningu hitaveitu í bænum og við þær framkvæmdir verður ídráttarrör fyrir ljósleiðara lagt í hvert hús. Emil sagði að minnihlutinn hefði því talið eðlilegt að nýta sér það og ljósleiðaravæða Grundarfjörð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is