Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. september. 2006 05:24

Krefjast sama þjónustustigs símafyrirtækjanna um allt land

Þess er nú minnst með ýmsum hætti að Íslendingar hafa notið talsímþjónustu í eitt hundrað ár. Síminn var frá upphafi í sameiginlegri eigu þjóðarinnar og rekin sem almannaþjónustufyrirtæki í þágu allra landsmanna þar til hann var einkavæddur. Í tíð núverandi ríkisstjórnar var fyrirtækið einkavætt og selt fyrir á sjöunda tug milljarða króna.

Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafa af því áhyggjur að einungis á þéttbýlustu svæðum landsins sé samkeppnin að virka neytendum til hagsbótar, en hinar dreifðari byggðir sitji eftir. Segja þeir að nú gæti þeirrar tilhneygingar símafyrirtækja að einblína á þjónustu við þéttbýlustu svæði landsins, en hinar dreifðari byggðir látnar gjalda þess að vera ekki hagkvæmar stærðir samkvæmt markaðslögmálum þar sem viðmiðin eru arðsemiskrafa og gróðahyggja.

 

“Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs vöruðu sterklega við því að sú einkavædda einokun eða í besta falli fákeppni sem búin yrði til með einkavæðingunni myndi koma niður á neytendum. Það hefur nú komið á daginn. Gjald fyrir t.d. gsm þjónustu hefur stórhækkað frá því sem var fyrir einkavæðingu Símans eða um 40% frá 2002 meðan sambærileg þjónusta lækkar í nágrannalöndum okkar.

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs krefst þess að litið sé á allt landið sem eina heild í þjónustustigi og gjaldtöku í fjarskiptum. Fyrirtækjum í fjarskiptum með markaðsráðandi stöðu verði gert skylt að bjóða viðskiptavinum sínum sama þjónustustig á sömu verðum um allt land. Í svo stóru og dreifbýlu landi verður aldrei hægt að skapa það samkeppnisumhverfi í fjarskiptum að markaðsöflin ein tryggi að allir sitji við sama borð. Stjórnvöld verða því að gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja jafnrétti landsmanna að þessu leyti,” segir í niðurlagi tilkynningar þingflokks VG.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Um sótthví

Grundarfjarðarbær

Sumarstörf 2020

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 16. mars 2020

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 15. mars 2020

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is