Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. september. 2006 05:28

Borgar Þór sækist eftir 4.sæti í NV kjördæmi

Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gefur kost á sér í 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Borgar Þór er búsettur á Akranesi, þar sem hann er fæddur og uppalinn. Hann er lögfræðingur að mennt og starfar sem sérfræðingur á lögfræðisviði Landsbanka Íslands.

Kjördæmisþing sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi kemur saman á Ísafirði helgina 7.-8. október nk. þar sem ákvörðun verður tekin um hvort haldið verði prófkjör eða hvort stillt verði upp á lista. Borgar Þór sækist eftir 4. sæti á listanum, hvor leiðin sem farin verður.

 

Borgar Þór hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn; var kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum 2003 og aðstoðarmaður menntamálaráðherra 2003-2004. Hann var formaður Þórs, félags ungra sjálfstæðismanna á Akranesi árin 1994-1995 og sat í stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík 1999-2001. Borgar Þór á sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins sem formaður SUS og hann situr jafnframt í framkvæmdastjórn flokksins.

 

Borgar Þór var formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, 2001-2002 þegar Vaka endurheimti meirihluta sinn í stúdentaráði eftir 12 ár í minnihluta. Hann stofnaði þjóðmálavefritið Deigluna árið 1998 og ritstýrði því þar til hann tók við formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna haustið 2005. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is