Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. desember. 2006 11:45

Frelsið á fjölunum í Stykkishólmi

Í Grunnskóla Stykkishólms stendur mikið til þessa dagana en í undirbúningi er frumsýning á leikverkinu Frelsi eftir Skagamennina Flosa Einarsson og Gunnar Sturlu Hervarsson.  Það eru krakkar úr níunda og tíunda bekk sem sjá um uppsetningu verksins ásamt kennurum sínum, Lárusi Ástmari Hannessyni og Auði Rafnsdóttur, en þau leikstýra því í sameiningu.  

Einnig fá þau tónlistarkennara skólans, Martin Markvoll til liðs við sig en hann stjórnar tónlistinni og níu manna hljómstveit sem er skipuð af 12–17 ára krökkum.

 

Söngleikurinn, sem náði miklum vinsældum á Akranesi og í nágrannabyggðum á sínum tíma, fjallar um vináttu, einelti, unglingatísku og síðast en ekki síst tengist hann í þjóðsagnaarf okkar Íslendinga.

 

 Í viðtali við Skessuhorn, sagði Lárus þetta í þriðja sinn sem skólinn réðist í svona verkefni og sagði hann það allra stærsta hingað til. Í þetta skiptið fengu þau þrjú ungmenni til liðs við sig úr Fjölbrautarskóla Snæfellinga sem einnig taka þátt í sýningunni. Krakkarnir leggja mikinn metnað í sýninguna að sögn Lárusar og sjá um flest sem henni viðkemur en að auki væru foreldrar virkjaðir í að sauma búninga og annað þess háttar. Lárus sagði það sérlega gaman að sjá hvað krakkarnir legðu sig fram, hópurinn þjappaðist á jákvæðan hátt saman og alltaf kæmu einhverjir krakkar, sem ekki hefðu áður komið nálægt leiklist, á óvart með glæsilegum tilþrifum á sviðinu.

 

Frumsýning verður þann 7. desember nk. og ráðgert er að sýningar verði fimm. Á síðustu sýninguna verður svo öllum skólakrökkum á Nesinu boðið og balli slegið upp þar sem stefnt er að glensi og glaumi fram eftir kvöldi. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is