Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. desember. 2006 12:45

Lágvöruverðsverslunin Kaskó opnuð á Akranesi

Starfsfólk og stjórnendur Kaskó ásamt styrkþegum og bæjarstjóranum á Akranesi.
Lágvöruverðsverslunin Kaskó, sem er í eigu Samkaupa, var opnuð á Akranesi í morgun. Við það tækifæri veitti framkvæmdastjóri Samkaupa Akranesi tvo styrki að upphæð 250 þúsund krónur. Með opnun verslunarinnar búa Samkaupsmenn sig undir aukna samkeppni á Akranesi. Bæjarstjórinn á Akranesi segist fagna allri atvinnustarfsemi í bæjarfélaginu.

 

 

Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns lokaði verslun Nettó við Kalmansvelli um síðustu helgi og í morgun var í sama húsnæði verslunin Kaskó. Báðar þessar verslanir eru í eigu Samkaupa. Sturla Eðvarðsson framkvæmdastjóri Samkaupa sagði í ávarpi við opnun verslunarinnar að með þessari nýju verslun vildi fyrirtækið bjóða viðskiptavinum sínum lægra vöruverð því Kaskó væri lágvöruverðsverslun. Þar væri í boði hnitmiðaðra vöruúrval og lægra verð en hægt væri að bjóða í Nettó. Hann sagði jafnframt að með þessari nýju verslun vildu Samkaupsmenn búa sig undir aukna samkeppni í verslun á Akranesi en sem kunnugt er af fréttum opnar Krónan verslun á Akranesi innan tíðar og í vor mun Bónus einnig opna verslun í bænum.

 

Framkvæmdastjórinn raðar vörum í hillu
Sturla sagði fyrirtækið hafa átt ánægjuleg samskipti við Skagamenn á undanförum árum og sagðist ekki efast um að áframhald yrði á því. Hann sagði fyrirtækið ávallt hafa talið sig hafa samfélagslegum skyldum að gegna og hefði því lagt mörgum góðum málum lið í gegnum tíðina og svo yrði áfram. Hann kallaði að því loknu í Ragnar Skúlason stjórnanda Þjóðlagasveitar Tónlistarskólans á Akranesi og afhenti honum 250 þúsund króna styrk til starfsemi sveitarinnar. Einnig afhenti Sturla Söndru Björk Ólafsdóttur styrk að sömu upphæð. Sanda Björk og fjölskylda hennar hefur glímt við arfgengan sjúkdóm og með styrknum sagðist Sturla vilja sýna Söndru stuðning í verki í hennar erfiðu baráttu.

 

Gísli S. Einarsson bæjarstjóri flutti stutt ávarp við opnun verslunarinnar og sagðist fagna allri atvinnustarfsemi í bæjarfélaginu og þakkaði Samkaupsmönnum fyrir starfsemi þeirra á Akranesi á liðnum árum og óskaði þeim velfarnaðar. Þá þakkaði hann fyrirtækinu sérstaklega fyrir þá samfélagslegu ábyrgð sem það sýndi með áðurnefndum styrkveitingum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is