Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. desember. 2006 04:15

Skipulagsnefnd samþykkir breytt deiliskipulag Sólmundarhöfða

Skipulags- og byggingarnefnd Akraneskaupstaðar hefur lagt til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi á Sólmundarhöfða verði samþykkt. Gerir nefndin engan fyrirvara í samþykkt sinni þrátt fyrir að lögfræðingur nefndarinnar hafi lagt til að leitað yrði álits sérfræðinga á hugsanlegum áhrifum aukinnar umferðar á núverandi og fyrirhugaða starfsemi á Höfða. Minnihluti nefndarinnar ítrekaði mótmæli sín við breytingunni.

 

 

Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns er með breytingu deiliskipulagsins veitt heimild til þess að reisa átta hæða fjölbýlishús á höfðanum í stað fjögurra hæða húss áður og  íbúðum fjölgar úr 12 í 31. Lögum samkvæmt var óskað athugasemda við breytingu á deiliskipulagi og bárust nefndinni athugasemdir annars vegar frá Halldóru Jónsdóttur og hins vegar rituðu 117 manns nafn sitt undir undirskriftarlista þar sem breytingum á skipulagi var mótmælt.

 

Þá hafa einnig verið gerðar athugasemdir við að á sínum tíma fór fram hugmyndasamkeppni um byggingu á höfðanum þar sem 7 byggingarverktakar lögðu fram tillögur sínar. Þar var gert ráð fyrir fjögurra hæða byggingu en ekki átta eins og nú stendur til að heimila. Því hafi verktakar ekki setið við sama borð.

 

Fyrir fund nefndarinnar var lögð umsögn sem Ívar Pálsson hdl. vann fyrir nefndina um áðurnefndar athugasemdir sem nefndinni bárust. Í umsögn hans kemur fram að þessi breyting geti hugsanlega haft réttarlega þýðingu fyrir þá sem tóku þátt í að vinna tillögur að skipulagi svæðisins en slíkt hafi ekki úrslitaþýðingu hvort sveitarstjórn sé heimilt að breyta umræddu skipulagi. Þá segir í umsögninni það sé matsatriði hvort það sé jákvætt eða neikvætt fyrir útlit svæðisins að reist verði hús sem er miklu hærra en önnur hús á svæðinu.

 

Meðal þess sem kemur fram í undirskriftarlistanum er að aukin umferð á svæðinu muni hafa óþægindi í för með sér fyrir íbúa á Höfða og geti raskað áformum um uppbyggingu lokaðrar deildar fyrir Alzheimersjúklinga. Ívar telur sig ekki geta metið þessa þætti og leggur til að leitað verði álits sérfræðinga á því sviði. Skipulags- og byggingarnefnd tekur ekki undir þetta mat Ívars í samþykkt sinni heldur samþykkir breytingu á deiliskipulaginu án fyrirvara.

 

Fulltrúar minnihlutans í nefndinni ítrekuðu mótmæli sín við breytingu skipulagsins. Segir í bókun minnihlutans að fyrra skipulag hafi verið unnið eftir samráð með hagsmunaaðilum enda hafi verið haft að leiðarljósi að ná breiðri sátt um skipulag viðkvæms svæðis. Nú sé ætlunin að breyta skipulaginu einhliða að ósk verktaka og sá fjöldi mótmæla sem borist hafa sýni að sú sátt sem náðist um skipulag svæðisins hafi verið rofin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is