Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. desember. 2006 03:12

Nýjar reglugerðir um viðurlög við umferðarlagabrotum

Síðastliðinn föstudag tóku gildi tvær nýjar reglugerðir þar sem hert eru viðurlög við umferðarlagabrotum. Önnur tekur til sekta og annarra viðurlaga vegna umferðarlagabrota en brýnt þótti að hækka sektir þar sem það hefur ekki verið gert síðan árið 2001. Hin reglugerðin fjallar um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra skrifaði undir reglugerðirnar 31. október sl. og öðluðust þær báðar gildi 1. desember eins og áður segir. Helstu breytingar eru þær að sektir vegna einstakra umferðarlagabrota hækka. Vikmörk vegna hraðakstursbrota verður minnkað úr 10 km/klst. í 5 km og sektir verða frá 5.000 krónum til 110.000 króna í stað 5.000 og 70.000 króna áður. Er það nærri 60% hækkun. Sektir vegna ölvunaraksturs hækka úr 50.000 til 100.000 krónum í 70.000 til 140.000 krónur.

 

Þá eru reglur orðnar ítarlegri vegna brota á reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna nr. 662/2006 svo og reglugerð um ökurita og sektir eru á bilinu 15.000 til 120.000 krónur en voru áður 20.000 til 70.000 krónur. Einnig eru hækkaðar sektir vegna brota á reglugerð um flutning á hættulegum farmi úr 20.000 til 60.000 króna í 30.000 til 90.000 króna.Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hafa flutningabílstjórar ítrekað gerst sekir um að aka með of háan farm t.d. inn í Hvalfjarðargöngin. Hefur það valdið mikilli slysahættu og einnig miklum skemmdum á búnaði ganganna. Fram til þessa hafa sektir vegna slíks athæfis aðeins verið 7.500 krónur.

 

Meðal breytinga á reglugerð um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota eru að brot á reglum um aksturs- og hvíldartíma ökumanna varða nú frá punkti í ökuferilsskrá til fjögurra punkta.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is