04. desember. 2006 10:47
Eins og fram kom í fréttum Skessuhorns á dögunum valdi Lúkas Kostic landsliðsþjálfari nokkra leikmenn ÍA til að taka þátt í úrtaksæfingum landsliðs karla í knattspyrnu leikmanna undir 17 ára aldri. Í frétt Skessuhorns á dögunum var aðeins sagt frá þeim leikmönnum ÍA sem eru í úrtakshópi leikmanna sem fæddir eru árið 1990. Í úrtakshópi leikmanna sem fæddir eru árið 1991 eiga Skagamenn góðan fulltrúa. Það er Viktor Ýmir Elíasson. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.