Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. desember. 2006 02:00

Vogun hf. bætir við hlut sinn í HB Granda hf.

Vogun hf. í Hafnarfirði hefur keypt 5,19 % hlut Kjalars ehf. í Borgarnesi í HB Granda hf.  og á nú 40,10% hlut í félaginu eða rúmar 684 milljónir króna að nafnverði. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa stærstu hluthafar í HB Granda bætt við hlutafjáreign sína í félaginu að undanförnu og má þar nefna að KB banki hf. á nú rúm 30% í félaginu. Fyrirtæki og einstaklingar tengdir Árna Vilhjálmssyni stjórnarformanni HB Granda og Kristjáni Loftssyni stjórnarmanni eiga nú ríflegan meirihluta í félaginu.

 

 

Sá misskilningur kom fram í viðskiptafréttum Morgunblaðsins að við kaup Vogunar hf. á hlut Kjalars ehf. hafi myndast tilboðsskylda í félaginu það er að félaginu væri skylt að bjóða öðrum hluthöfum að kaupa hlut þeirra í félaginu. Hið rétta er að sú skylda sem myndast þegar hlutur eins aðila fer yfir 40% á aðeins við um félög sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands. HB Grandi hf. var afskráð af þeim lista í september og í kjölfarið var fyrirtækið skrá á iSEC lista Kauphallarinnar. Fyrirtæki á þeim lista lúta almennum hlutafjárlögum og þar er slík skylda miðuð við 90% eignarhlut.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is