Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. desember. 2006 03:50

Skipavík í Stykkishólmi stækkar við sig

Skipavík hf. í Stykkishólmi opnaði nýtt og stærra verslunarhúsnæði fyrir byggingavörur og heimilistæki sl. föstudag. Verslunin, sem áður var í gamla hluta bæjarins, er nú komin í nýtt 70 fermetrum stærra húsnæði við Aðalgötu. Jafnframt er möguleiki til stækkunar verslunarrýmis um 100 fermetrar.  Í samtali við Sævar Harðarson, framkvæmdastjóra Skipavíkur, kom fram að allt hafi gengið ákaflega vel með bygginguna og flutning verslunarinnar og viðtökur bæjarbúa væru góðar.

Með stækkuninni ykju þeir verulega vöruúrval, bæði í byggingavörum en einnig í heimilistækjum en þar er Skipavík í  samstarfi við önnur fyrirtæki, svo sem Rafkaup, Sjónvarpsmiðstöðina, Bílanaust og fleiri.  

 

Í nýja húsinu er einnig vínbúð ÁTVR og í byrjun apríl mun Lyfja einnig flytja þar inn með sinn rekstur. Þrátt fyrir að stækkunin sé ekki meiri en 70 fermetrar, er nýtingin á húsnæðinu mun betri en á gamla staðnum og staðsetning verslunarinnar er á besta stað í bænum.

 

Framkvæmdir hófust við húsnæðið í byrjun ágúst þannig að greinilegt er að ekki hefur tekið langan tíma að koma henni upp enda sagði Sævar Hólmara yfirleitt snögga í framkvæmdum.

 

Ljósm. Stykkishólmspósturinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is