Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. desember. 2006 10:07

Launaskrið eykur tekjur Borgarbyggðar

Skatttekjur Borgarbyggðar aukast nokkuð á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofana þess sem lögð var fram til fyrri umræðu í síðustu viku. Samkvæmt henni verða skatttekjur á næsta ári tæpar 1.084 milljónir króna en í ár er reiknað með að þær verði tæplega 986 milljónir króna. Framlög jöfnunarsjóðs eru áætluð rúmar 458 milljónir króna og aðrar tekjur tæpar 376 milljónir króna. Samtals er því áætlað að tekjur Borgarbyggðar verði rúmar 1.918 milljónir króna en voru áætlaðar tæplega 1.781 milljón króna í ár.

 

Páll Brynjarsson sveitarstjóri segir að auknar tekjur sveitarfélagsins megi að hluta rekja til hækkunar fasteignamats en að stærstum hluta til mikils launaskriðs í sveitarfélaginu. Hann segir meðaltekjur á íbúa hafa hækkað talsvert sem kemur best fram í því að nú fái sveitarfélagið ekki tekjujöfnunarframlag eins og verið hefur mörg undanfarin ár.

 

Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins eru áætluð rúmar 810 milljónir króna, annar rekstrarkostnaður er áætlaður tæpar 876 milljónir króna, afskriftir eru áætlaðar rúmar 70 milljónir króna og hækkun lífeyrisskuldbindinga er áætluð 25 milljónir króna. Fjármagnskostnaður er áætlaður rúmar 62 milljónir króna eða umtalsvert lægri en á þessu ári þegar reiknað er með að hann verði tæpar 111 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða næsta árs er því áætluð jákvæð um tæpar 75 milljónir króna en í ár er reiknað með að hún verði neikvæð um tæpar 14 milljónir króna.

 

Samkvæmt fjárhagsáætluninni er reiknað með að handbært fé frá rekstri næsta árs verði rúmar 165 milljónir króna eða lítið eitt minni en áætlað er á þessu ári. Til fjárfestinga er áætlað að verja 250 milljónum króna en á þessu ári var áætlað að verja rúmum 360 milljónum króna til fjárfestinga.

 

Stærsta einstaka framkvæmd sveitarfélagsins á næsta ári er bygging leikskólans Uglukletts í Borgarnesi en til þeirrar byggingar verður varið um 100 milljónum króna. Þá verða að sögn Páls miklar gatnaframkvæmdir í sveitarfélaginu og má þar nefna framkvæmdir í Bjargslandi í Borgarnesi og Skólaflatahverfi á Hvanneyri. Þá er áætlað að framkvæmdir hefjist við nýjan leikskóla á Hvanneyri.

 

Eins og áður sagði fór fyrri umræða um fjárhagsáætlun fram í síðustu viku og reiknað er með að seinni umræða fari fram á fundi sveitarstjórnar þann 14. desember.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is