05. desember. 2006 11:50
Meirihluti bæjarstjórnar Akraness hefur lagt til við bæjarstjórn að atvinnumálanefnd verði falið að leggja áherslu á markaðssetningu Akraness með það að markmiði að hlúa að núverandi fyrirtækjum og laða að ný fyrirtæki til bæjarins. Hlúð verði sérstaklega að fyrirtækjum í nýsköpun og sprotafyrirtækjum. Jafnframt leggur meirihlutinn til að bæjarstjórn árétti við stjórn Faxaflóahafna „að staðið verði við fyrirheit um uppbyggingu Akraneshafnar sem fiskihöfn og hún efld frá því sem nú er“ eins og segir orðrétt í tillögunni.