Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. desember. 2006 06:36

Munum eftir okkar minnstu bræðrum!

Um jólin finnur fólk mest fyrir því ef það á um sárt að binda á einhvern hátt. Í góðærinu eru ekki allir jafn vel settir.

Síðustu fjögur til fimm árin hafa konur á Akranesi starfað undir nafni Mæðrastyrksnefndar, þótt hópurinn sé í engu sambandi við nefndina í Reykjavík, en með svipað hlutverk þó. Fyrir hópnum hefur farið Anita Gunnarsdóttir sem segir þörfina mun meiri en marga renni í grun. „Það eru ekki bara íbúar á Akranesi og nágrenni sem þurfa hjálp, heldur einnig frá Borgarnesi, Borgarfirði og Snæfellsnesi. Og hingað hafa einungis komið Íslendingar. Allt starfið er unnið í sjálfboðavinnu og finnst konunum yndislegt að geta veitt lið. “

 

Konurnar hafa fengið gjafir frá fyrirtækjum, sem hafa verið dugleg að gefa í þennan sameiginlega pott, eða pengingastyrki frá bönkunum sem nýttur er til kaupa á kjöti sem fer á heimili þeirra sem minna mega sín. Skagaleikflokkurinn hefur lánað þeim húsnæði sitt og þetta árið eru þær í nýja húsi flokksins að Vesturgötu 119. Þangað eru allir velkomnir sem þurfa á liðsinni að halda.

 

Skorturinn í alsnæktarsamfélagi sárastur

Þorbjörn Hlynur Árnason, prófastur Borgarfjarðarprófastsdæmis sagðist vel geta tekið undir reynslu þessarra kvenna. „Skorturinn í alsnæktarsamfélagi er mikið sárari en í fátæku samfélagi og líklega er tilfinningin sárari út af öllu umtalinu um góðæri og gildar buddur. Það eru býsna margir sem eiga fátt og hafa lítið milli handa, þurfa að velta fyrir sér hverri krónu en bera það ekki utan á sér. Við reynum að leggja lið ef hægt er og alltaf er hægt að leita til sóknapresta til að fá styrki í gegnum Hjálparstofnun kirkjunnar og enginn ætti að víla fyrir sér að gera það,“ sagði Þorbjörn Hlynur að lokum.

 

Ekkert atvinnuleysi skiptir máli

Félagsmálastjóri Borgarbyggðar, Hjördís Hjartardóttir segir lítið um að fólk sæki um fjárhagsaðstoð til sveitarfélagis. „Þetta hefur lítið breyst, hvorki aukist né minnkað. Fyrst og fremst tel ég að það sé góðri stöðu á atvinnumarkaðinum að þakka. Þetta er láglaunasvæði en allir sem vettlingi geta valdið geta fengið vinnu og það hefur mikið að segja,” segir Hjördís. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is