Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. desember. 2006 10:44

Mikill munur á brottfalli nema eftir skólum

Brottfall nema er lægst á Bifröst
Brottfall nemenda nemenda úr skólum á framhaldsskólastigi á Vesturlandi er mjög misjafnt að því er kemur fram í svari Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar alþingismanns Samfylkingarinnar. Björgvin óskaði svar við því hvert hafi verið brottfall nemenda úr íslenskum framhaldsskólum á síðasta ári.

 

 

Í svari ráðherra eru lagðar fram tölur sem unnar voru af Hagstofu Íslands og sýna hlutfall þeirra nemenda í dagskóla sem hurfu frá námi frá hausti 2004 til hausts 2005. Í heildina telst brottfallið 16,4% meðal dagskólanemenda á þessu tímabili. Brottfall karla er 18,2% og kvenna 14,6% og brottfall í bóknámi var 13,2% en í starfsnámi var brottfallið 22%.

 

Brottfall er mjög mismunandi milli skóla. Haustið 2004 hófu 132 nemendur nám við Fjölbrautaskóla Snæfellinga en 36 þeirra töldust hafa fallið úr námi og er hlutfallið því 27,3%. Á sama tíma hófu 609 nemar nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands en 89 þeirra hurfu frá námi eða 14,6%. Í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri hófu 35 nemar nám en 4 þeirra hurfu frá námi eða 11,4% nemanna. Í Viðskiptaháskólanum á Bifröst hófu 47 nemar nám og aðeins 4 þeirra hurfu frá námi eða 8,5%.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is