Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. desember. 2006 02:07

Meðaleinkunn samræmdra prófa í lægri kantinum í NV-kjördæmi

Árangur nemenda sem tóku samræmd próf í grunnskólum árið 2004 var lægstur í tveimur námsgreinum í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í skýrslu menntamálaráðherra um framkvæmd skólahalds í grunnskólum sem lögð hefur verið fyrir Alþingi. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að árangri í kjördæminu hefur heldur hrakað árunum 2002-2004. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra er tekið hafa samræmd próf hækkað.

 

Á árinu 2004 var meðaleinkunn nemenda í Norðvesturkjördæmi 27,9 í íslensku og var það lakasti árangur á landinu. Bestur var árangurinn í Reykjavík 31,2. Í stærðfræði var árangurinn 27,9 og aðeins í Suðurkjördæmi var hann lakari eða 27,5. Bestu var árangurinn í Reykjavík 31,3. Í ensku var meðaleinkunin 26,9 og var hann hvergi lakari. Bestur var hann í Reykjavík eða 31,9. Í dönsku var meðaleinkunin 27,6 og aðeins í Suðurkjördæmi var árangurinn lakari eða 27,2 og bestur var árangurinn í Reykjavík 32,1.

Í náttúrufræði var einkunin 26,6 og aðeins í Suðurkjördæmi var hann lakari eða 25,7 og bestur var árangurinn í Reykjavík 33,3. Í samfélagsfræði var útkoman 27,5 og sem áður var hann aðeins lakari í Suðurkjördæmi eða 27,3.

 

Í skýrslu menntamálaráðherra eru birtar meðaleinkunnir þriggja skólaára, 2002-2004,  og þar kemur fram að meðaleinkunn nemenda í Norðvesturkjördæmi hefur farið lækkandi í öllum áðurnefndum námsgreinum á þessum þremur skólaárum. Hins vegar hefur hlutfall þeirra er þreyta samræmd próf heldur farið hækkandi í kjördæminu og má dæmi nefna að árið 2004 tóku 96,6% nema í Norðvesturkjördæmi samræmt próf í íslensku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is