Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. desember. 2006 03:50

Sveitarstjóri Dalabyggðar gerir athugasemd við svör Sivjar

Gunnólfur Lárusson sveitarstjóri Dalabyggðar gerir alvarlegar athugasemdir við svör Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar um fjölda hjúkrunarrýma á landinu, skipt eftir sveitarfélögum. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns er landinu skipt upp í þjónustuhópa og eru þeir 43 á landinu.

Í svari ráðherra kom fram að flest væru hjúkrunarrýmin í þjónustuhópi Dalabyggðar, sem nær yfir Dalabyggð og Reykhólahrepp. Þar eru rýmin 48 talsins eða 49,5 á hverja þúsund íbúa. Á landinu öllu eru rýmin hins vegar 2.554 eða 8,5 á hverja þúsund íbúa.

 

Gunnólfur segir að framsetning ráðherra sé afar villandi. Í Dalabyggð séu starfandi tvö hjúkrunarheimili með algjörlega aðskylda markhópa. Annars vegar sé það Dvalarheimilið Silfurtún með 7 hjúkrunarrými ætluð til öldrunarþjónustu og hins vegar sé það Hjúkrunarheimilið Fellsendi með 28 hjúkrunarrýmum, sem séu sérhæfð fyrir miðaldra og aldraða geðsjúklinga, sem koma frá landinu öllu. Þau rými séu ekki á nokkurn hátt ætluð íbúum Dalabyggðar og þjónustuhópur aldraðra í Dalabyggð og Reykhólahreppi hafi ekkert með innlagnir þar að gera.

 

Að auki nefnir Gunnólfur að á Fellsenda séu ekki nema 18 rými nýtt því glæsileg viðbygging hafi ekki að fullu verið tekin í notkun. Þá er Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð starfrækt í Reykhólahreppi með 13 hjúkrunarrýmum. Því séu samtals 48 rými í þessum tveimur sveitarfélögum en aðeins 7 þeirra nýtist íbúum í Dalabyggð. Því séu rýmin í Dalabyggð rúmlega 10 á hverja þúsund íbúa en ekki 49,5 eins og skilja mátti á svari ráðherra.

 

„Svona er auðvelt að leika sér með staðreyndir til að fela raunveruleikann án þess að segja á nokkurn hátt frá þörfinni eins og hún er sannleikanum samkvæmt“ segir Gunnólfur. Þá segir hann að  Dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal hafi sótt um að fá 8 dvalarrýmum þar breytt í hjúkrunarrými vegna brýnnar þarfar í sveitarfélaginu og því geti staðreyndir sem settar eru fram á Alþingi á verulega villandi hátt spillt fyrir framgangi þeirrar umsóknar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is