Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. desember. 2006 09:02

Vilja átak í uppbyggingu héraðsvega

Þrír þingmenn Vinstri-grænna, Jón Bjarnason, Þuríður Backman og Ögmundur Jónasson, hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um átak í uppbyggingu héraðsvega. Er þar lagt til að samgönguráðherra verði falið að hrinda í framkvæmd sérstöku átaki í viðhaldi og uppbyggingu héraðsvega sem flokkast samkvæmt vegalögum oftast undir safn- og tengivegi. Sérstaklega skuli hugað að lagningu bundins slitlags á þessa vegi.  

Til verksins verði varið að minnsta kosti fjórum milljörðum króna sem dreifist jafnt á næstu fimm ár. Komi sú fjárveiting til viðbótar þeim fjármunum sem ætlaðir eru þessum vegaflokkum í samgönguáætlun.

 

Þá leggja þingmennirnir til að ráðherra skipi þriggja manna nefnd er kanni hvernig breyta megi skilgreiningum og einfalda þær, sem og flokkun vega eftir tegundum í vegalögum og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga að teknu tilliti til breyttra þarfa og aukinna krafna sem gerðar eru til þessara vega. Nefndin skili áliti sínu fyrir 1. febrúar 2007.

 

Eins og fram kom í fréttum Skessuhorns fyrir nokkrum vikum eru aðeins tæplega 9% tengi- og safnvega í Norðvesturkjördæmi lagðir bundnu slitlagi og eru íbúar kjördæmisins langverst settir hvað þetta hlutfall varðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is