Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. desember. 2006 11:13

Mikið af eiturlyfjum fannst í Borgarfirði og á Akranesi

Hluti fíkniefnanna sem fannst í gær
Tvö óskyld fíkniefnamál komu upp á sama tíma hjá lögreglunni í Borgarnesi síðdegis í gær. Í öðru málinu var um að ræða einstakling sem búsettur er í Borgarfirði en í hinu tilvikinu var um par á Akranesi að ræða. Þrír aðilar voru handteknir og yfirheyrðir auk þess sem lagt var hald á um 150 grömm af hassi, um 100 grömm af efni sem talið er vera amfetamín auk meintra stera og ýmissa annarra lyfja. Þá var lagt hald á töluvert magn af skotfærum, mest haglaskotum.

 

 

Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamisferlis.  Að yfirheyrslum loknum í nótt var fólkinu sleppt. Kalla þurfti út lögreglumenn á bakvakt og lögreglumenn úr fríum, vegna málsins. Auk þess voru kallaðir út tveir héraðslögreglumenn. Alls voru 10 lögreglumenn frá Borgarnesi að stöfum vegna þessara mála. Þá naut lögreglan í Borgarnesi aðstoðar lögreglunnar á Akranesi við húsleitina sem fram fór þar. Lögreglumenn frá Snæfellsnesi komu líka að rannsókn málsins.

 

Annað málið kom upp eftir ábendingu en hitt í hefðbundnu eftirliti.  Í báðum tilvikum kom til húsleitar í framhaldi af leit í bifreiðum viðkomandi. Tekið skal fram að fíkniefnaleitarhundurinn Tíri og umsjónarmaður hans, áttu stóran þátt í því hversu vel tókst til við húsleitirnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is