Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. desember. 2006 11:31

Fyrsti hópurinn útskrifaður úr námskeiðinu Aftur í nám

Í gær útskrifuðust fyrstu nemendurnir af námskeiðinu “Aftur í nám” sem miðar að því að hjálpa fólki með les- eða skrifblindu að takast á við nám og starf með aðstoð réttu tækninnar. Um er að ræða námstækifæri sem bauðst íbúum á Vesturlandi í fyrsta skipti nú í haust. Mímir símenntun samdi námsskrá fyrir námskeiðið en Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sá um framkvæmd verkefnisins í samstarfi við Símenntundarmiðstöðina á Vesturlandi.

 

 

 

Inga Dóra Halldórsdóttir er framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvarinnar. Við útskriftarathöfn sem haldin var í Fjölbrautaskóla Vesturlands í gær sagði hún að í þessarri námsskrá, Aftur í nám, væri sérstaklega horft til fullorðinna með les- og skrifblindu. Námið er 95 kennslustunda langt og er metið til allt að 7 eininga í framhaldsskóla.  Markmiðin með því eru sér í lagi að nemandi þekki eðli lesblindu samkvæmt aðferðafræði Ron Davis, þeir auki færni sína í lestri og bæti sjálfstraust sitt til náms.  Engin formleg próf voru lögð fyrir nemendur, þess í stað gengið út frá því að leiðbeinandi hafi þá færni að meta frammistöðu hvers nemenda. Á námskeiðinu voru kenndar 4 námsgreinar, þ.e. íslenska, tölvu- og upplýsingatækni, sjálfsstyrking og Ron Davis þjálfun í 40 kennslustundir sem er uppistaðan í þessu námi. Ron Davis þjálfunin er einstaklingsmiðuð og var hver og einn nemandi í eina viku með Davisráðgjafa. Einnig var boðið upp á náms– og starfsráðgjöf í lok námskeiðsins.

 

Í haust hafa 13 nemendur stundað þetta nám, 11 þeirra útskrifuðust nú formlega og 2 ljúka námi síðar í þessum mánuði.  Alls voru leiðbeinendur þrír á námskeiðinu, Davis-ráðgjafar voru 6, auk verkefnastjórans sem var Erlu Olgeirsdóttir.

 

Hindranir yfirstignar

Inga Dóra beindi orðum sínum til útskriftarnemanna: ”Lesblinda hefur löngum verið talin feimnismál og margir eiga miður góðar minningar úr skóla sökum þessa; tossaskapur, heimska, aumingjaskapur – orð sem eru greipt í huga margra sem flosnuðu upp úr skóla vegna lesblindu. Sem betur fer hefur umræðan opnast og viðhorfið breyst, en það þýðir það ekki að þar með sé björninn unninn.  Les- og skrifblinda verður alltaf til staðar en það er ekkert til að skammast sín fyrir. Eins og þið vitið sem hafið stundað þetta nám undanfarnar vikur er hægt að tileinka sér ákveðnar aðferðir til að yfirstíga hindranir tengdar les- og skrifblindu. Það er ekkert sem ekki er yfirstíganlegt og hingað eru þið komin.”

Hún þakkaði starfsmönnum Stéttarfélags Vesturlands,Verkalýðsfélags Akraness, Borgarbyggðar og Akraneskaupstaðar auk Fjölbrautaskóla Vesturlands velvild í garð þessa náms og aðstoð við að vekja athygli á því.

 

Þakklátur fyrir tækifærið

Fyrir hönd nemenda sem nú útskrifast flutti Þórður Sigurðsson stutta tölu. Sagði hann að hópurinn væri afar þakklátur fyrir það tækifæri sem þeim hefði boðist með aðgengilegu námi af þessu tagi. ”Það var vel tekið á móti okkur og námið gerði okkur öllum mjög gott. Þeir sem glíma við les- eða skrifblindu hafa stundum verið kallaðir ”vitleysingjar,” en það erum við að sjálfsögðu ekki frekar en annað fólk. Þetta nám hjálpaði okkur verulega og opnaði nýjan heim fyrir okkur öll. Takk fyrir það,” sagði Þórður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is