Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. desember. 2006 02:14

Langri jólalokun leikskólans Hraunborgar afstýrt

Stjórnendur Borgarbyggðar komu í veg fyrir  langt jólafrí í leikskólanum Hraunborg á Bifröst. Bæjarstjóri segir að um einhliða ákvörðun stjórnenda skólans hafi verið að ræða. Fulltrúi minnihluta bæjarstjórnar telur að um sé að ræða vinnubrögð sem ekki gangi. Leikskólastjórinn bendir á málið hafa verið rækilega kynnt foreldrum í haust. Skólinn hafi sveigjanlegan opnunartíma en nú verði hugsanlega horfið frá þeirri stefnu.

 

 

Forsaga málsins er sú að fyrir nokkru ákváðu stjórnendur Hraunborgar að loka leikskólanum frá 18. desember og skyldi lokunin vara fram yfir áramót. Foreldrum var tilkynnt um þessa lokun en ekki sveitarfélaginu. Í samtali við Skessuhorn staðfesti Páll Brynjarsson sveitarstjóri í Borgarbyggð að um einhliða ákvörðun hafi verið að ræða. Málsatvik hafi verið þau að forráðamenn leikskólans hafi rætt við foreldra á svæðinu og eftir það hafi verið ákveðið að loka 18. desember því fá börn myndu verða á svæðinu. Hins vegar hafi borist kvörtun frá foreldri sem ekki var ánægt með þessa ákvörðun og þannig hafi sveitarfélagið komist á snoðir um málið. Hann hafi því rætt við leikskólastjórann í Hraunborg og ákveðið hafi verið að stytta lokun til 21. desember, en lokað verður milli jóla og nýárs. „Til að ljúka þessu máli og ræða framtíðarskipulag munum við ræða við forráðamenn Hjallastefnunnar fljótlega,“ sagði Páll að lokum.

 

Sveinbjörn Eyjólfsson sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð segir þessa gjörð þvert ofan í alla samninga Hjallastefnunnar við sveitarfélagið. „Slík vinnubrögð ganga auðvitað ekki, að ræða ekki við alla sem hlut eiga að máli. Foreldrar þurfa að geta gengið að því vísu að staðið sé við gerða samninga“ segir Sveinbjörn.

 

Anna María Sverrisdóttir leikskólastjóri á Hraunborg segir að málið hafi verið rækilega kynnt á foreldrafundi í haust. „Þar var boðið upp á sveigjanlegan leikskóla að því leiti að verið er að reyna að aðlaga starfsemina því umhverfi sem unnið er í. Sem dæmi er leikskólinn opinn svokallaða rauða daga, því þá er verið að kenna í háskólanum. Á móti var talað um að hafa lengri jóla- og páskafrí, þegar nemendur háskólans eru í fríi og ekkert gjald er tekið fyrir þá daga sem lokað er. Málið hefur verið kynnt bæði á heimasíðu Háskólans á Bifröst og einnig á heimasíðu Hraunborgar. Nú verður hins vegar gerð rækileg könnun meðal foreldranna, hvort þeir vilja þennan sveigjanlega leikskóla áfram eða fara í það kerfi sem er víða annars staðar“ sagði Anna María að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is