Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. desember. 2006 04:30

Óska skýrra svara samgönguráðherra um uppbyggingu ökugerðis

Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í vor
Bæjarráð Akraness samþykkti í gær að óska skýrra svara Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um fyrirhugaða uppbyggingu ökugerðis á Akranesi og hvort staðið verði við viljayfirlýsingu sem bæjarfélagið stóð að ásamt ráðuneytinu um uppbygginguna. Forseti bæjarstjórnar segir skýringar starfsmanna ráðuneytisins ekki fullnægjandi og því sé óskað skýrra svara ráðherra.

 

 

Forsaga málsins er sú að 24. apríl í vor undirrituðu Ökukennarafélag Íslands og Akraneskaupstaður viljayfirlýsingu um stofnun og rekstur aksturskennslusvæðis á Akranesi. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra undirritaði einnig yfirlýsinguna og staðfesti aðkomu ráðuneytisins að málinu. Átti hönnun svæðisins og starfsemi taka mið af væntanlegri reglugerð samgönguráðuneytisins um slík kennslusvæði. Var áætlað að Akraneskaupstaður legði til 5-6 hektara lands undir starfsemina og var því líst að með uppbyggingu svæðisins rættist áratuga gamall draumur ökukennara.

 

Eins og fram kom í fréttum Skessuhorns í september ákvað samgönguráðuneytið að efna til forvals vegna hugsanlegs reksturs ökugerðis. Þá kom fram í samtali við Bergþór Ólason þáverandi aðstoðarmann samgönguráðherra að samkvæmt samkeppnislögum sé ekki leyfilegt að að veita einkaleyfi eða sérleyfi nema að undangengnu slíku forvali. Hann efaðist samt ekki um að Ökukennarafélag Íslands og Akraneskaupstaður hefðu ákveðið forskot vegna þess undirbúningsstarfs sem þar hefði verið unnið.

 

Unnið hefur verið að undirbúningi málsins um langt skeið á Akranesi og hefur Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt unnið að skipulagshugmyndum vegna uppbyggingarinnar.

 

Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar Akraness segir bæjaryfirvöld hafa unnið af krafti að undirbúningi málsins og kostað til þess talsverðum fjármunum. Þar sem skipulagsvinna sé langt komin þurfi nú að fara að verja talsverðum fjármunum til verksins. Því hafi þótt eðlilegt að leita eftir efndum ráðuneytisins á þeirri viljayfirlýsingu sem undirrituð var í vor. Því hafi tveir fulltrúar ráðuneytisins mætt til fundar við bæjarráð í gær, þau Karl Alvarsson skrifstofustjóri og Kristrún Birgisdóttir aðstoðarmaður ráðherra, og þau hafi skýrt sjónarmið ráðuneytisins. „Þær skýringar voru að okkar mati ekki fullnægjandi og því höfum við nú óskað eftir skýrum svörum ráðherra um stöðu þessa verkefnis“ segir Gunnar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is