Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. desember. 2006 03:25

Landsbankinn með lægsta boð í bankaviðskipti

Starfshópur sem fór yfir tilboð þau er bárust í bankaviðskipti Akraneskaupstaðar fyrir skömmu hefur komist að þeirri samhljóða niðurstöðu að tilboð Landsbankans á Akranesi sé lægst og leggur hópurinn til að teknar verði upp viðræður við bankann um viðskiptin. Tilboðin voru metin á grundvelli talna sem gengið var út frá í einstaka þáttum tilboðsins, ávöxtunar á innlán út frá 80 milljónum króna meðalinneign á bankareikningi svo og að ekki þurfi að koma til skammtímafjármögnunar á samningstímanum heldur verði sú fjármögnun leyst með langtímalánum.

 

 

Álit starfshópsins var kynnt á fundi bæjarráðs Akraness og var bæjarritara, fjármálastjóra og endurskoðenda falið að gera tilboðsgjöfum grein fyrir niðurstöðu tilboðsins. Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar lagði fram tillögu um að gengið yrði til samninga við Landsbankann. Sú tillaga var felld. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir að þrátt fyrir að tillaga Sveins hafi verið felld verði án efa gengið til samninga við Landsbankann. Meirihluta bæjarráðs hafi hins vegar þótt eðlilegt að kynna niðurstöðu starfshópsins fyrir þeim bankastofnunum sem gerðu bænum tilboð áður en formleg ákvörðun yrði tekin um framhaldið.

 

Auk Landsbankans sendu Glitnir og KB banki inn tilboð í viðskiptin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is