Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. desember. 2006 05:23

Kynhegðun unglinga svipuð en fleiri reykja

Rannsóknin Heilsa og lífskjör skólanema er íslenskur hluti alþjóðlegrar rannsóknar sem unnin er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Háskólinn á Akureyri og Lýðheilsustöð standa sameiginlega að framkvæmd rannsóknarinnar. Allir almennir skólar landsins sem hafa nemendur í 6. 8. eða 10. bekk, að sérskólum undanskildum, tóku þátt í könnuninni en þeir voru 166 talsins. Um 11.800 nemendur svöruðu og var svarhlutfall nemenda um 86%. Þegar rýnt er í rannsóknina kemur m.a. fram að drengir á Vesturlandi reykja meira en aðrir og að kynhegðun unglinga við lok grunnskóla er svipuð og annarsstaðar í Evrópu.

 

 

Kynhegðun svipuð og í Evrópu

Í rannsókninni voru allir nemendur í 10. bekk á Íslandi í fyrsta skipti spurðir nokkurra spurninga um kynhegðun sína. Þar kemur fram að 28% stráka og 36% stúlkna hafa haft samfarir við lok grunnskólans. Langflestir segjast hafa haft samfarir við einstaklinga af gagnstæðu kyni, en þó segjast 2% stráka og 0,5% stelpna hafa haft samfarir við einstakling af sama kyni.

Þessar niðurstöður eru í samræmi við fyrri rannsóknir á kynhegðun unglinga í Evrópu. Hlutfall íslenskra stráka sem hafa haft samfarir við lok 10. bekkjar er nálægt meðaltali stráka annarsstaðar í Evrópu. Íslenskar stúlkur eru hinsvegar líklegri til að hafa haft samfarir við lok 10. bekkjar en stallsystur þeirra í flestu öðrum Evrópulöndum.

 

Vestlenskir drengir reykja mest

 

Í könnuninni er spurt um daglegar reykingar hjá stúlkum og drengjum og þar kemur fram að drengir á Vesturlandi eru lang atkvæðamestir í þeim ósóma eða um 4,1%. Reykvískir drengir koma þar á eftir með 3,5% en skynsamastir virðast vera norðlenskir strákar, en 1,4% af þeim reykja daglega. Stúlkur hér á Vesturlandi koma betur út en 1,4% af þeim reykja daglega meðan reykvískar dömur strompa sig allhressilega, eða 4,4% þeirra. Að meðaltali reykja 2,7% unglinga daglega hér á Vestulandi meðan reykvískir unglingar eru hæstir með 4,1%.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is