Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. desember. 2006 05:00

Bernharð og Bílver opna nýtt þjónustuhús á Akranesi

Í dag opnaði Bílver á Akranesi, í samstarfi við bílaumboðið Bernharð, nýtt og glæsilegt þjónustuhús við Innnesveg 1 á Akranesi. Með tilliti til þess að í undirbúningi er að gera Þjóðbraut á nýjan leik að aðalinnkeyrslunni í bæjarfélagið, er húsið einkar vel staðsett m.t.t. umferðar. Nýja húsið er samtals 1012 fermetrar á einni hæð. Bílasalan og þjónusturými henni tengt verður í um 590 fermetrum en í syðri enda hússins verður líklega sett upp verslun af öðrum toga.

 

Bílasalan einkennist af stórum og rúmgóðum sýningarsal með sýningargluggum út að Innnesvegi og Þjóðbraut. Auk þess er 200 fermetra þjónustrými þar sem bílar verða teknir inn í þjónustuskoðanir og fleira. Hjónin Reynir Sigurbjörnsson og Magndís Bára Guðmundsdóttir hafa um árabil rekið bílaverkstæðið Bílver við Akursbraut á Akranesi og samhliða því verið sölu- og þjónustuaðilar fyrir bílaumboðið Bernharð sem selur Honda og Peugout bíla. Nú hafa þau selt verkstæðisreksturinn og munu sérhæfa sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bílum frá Bernharð. Reynir Sigurbjörnsson sagðist í samtali við Skessuhorn vera afar ánægður með þessa nýju aðstöðu og ekki síst að hafa fengið umboðið með í verkefnið. “Við byggjum þetta rými samkvæmt ítrustu stöðlum um hvernig góðar bílasölur eiga að vera, hér er bjart þar sem gluggar eru stórir, góður sýningarsalur og og vandað hefur verið til allra hluta. Lóðin er stór og vel staðsett og ég er mjög bjartsýnn á framhaldið. Því má heldur ekki gleyma að við hefðum ekki getað farið í svona framkvæmd nema af þeirri ástæðu að Akurnesingar og aðrir Vestlendingar hafa tekið okkur og bílum frá umboðinu mjög vel í gegnum tíðina og eigum við því mjög góða markaðshlutdeild hér á svæðinu. Fyrir það erum við að sjálfsögðu þakklát,” sagði Reynir. Auk Akraness sinnir Bílver sölu og þjónustu fyrir Bernharð á öllu Vesturlandi.

 

Bílaumboðið Bernharð á tæpleg helming í bílasöluhluta hússins. Gylgi Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að þessi nýja bílasala og aðstaðan öll á Akranesi sé sú besta sem fyrirtækið hafi til sölu og þjónustu bíla. “Þetta er besta aðstaðan sem við getum boðið uppá, jafnvel mun betri en í höfuðstöðvum okkar við Vatnagarða í Reykjavík. Við erum því bjartsýnir á að þessi fjárfesting skili sér fljótt og vel og erum einnig mjög ánægðir með að stunda þessi viðskipti með Reyni og hans fólki sem er fyrirmyndar þjónustuaðili í alla staði,” sagði Gylfi Gunnarsson.

 

Mynd: Við vígslu nýja hússin sl. laugardag. Frá vinstri: Gylfi Gunnarsson, framkvæmdastjóri Bernharðs og hjónin Magndís Bára Guðmundsdóttir og Reynir Sigurbjörnsson í Bílveri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is