Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. desember. 2006 08:11

Nýtt skipulag slökkviliðs í Borgarbyggð til umræðu

Vinnuhópur um slökkviliðsmál í Borgarbyggð hefur lokið störfum. Lagt er til í tillögum hópsins að slökkviliðið heyri undir framkvæmdasvið Borgarbyggðar. Slökkviliðsstjóri verði undirmaður forstöðumanns framkvæmdasviðs og eldvarnareftirlitsmaður gegni starfi varaslökkviliðsstjóra. Hópinn skipuðu Sigurður Páll Harðarson, Bergþór Kristleifsson, Eiríkur Ólafsson, Kristján Ingi Pétursson og Sigurður Helgason.

 

 

Starf eldvarnareftirlitsmanns er ekki til hjá sveitarfélaginu en starfshópurinn leggur til að það verði stofnað. Í starfi hans verði megin áhersla lögð á forvarnir ekki síst í dreifbýli og því meiri forvarndir sem byggð er lengra frá slökkvistöðvunum. Þar sem vegalengdir eru miklar innan Borgarbyggðar er þetta mikilvægur þáttur í starfi slökkviliðsins. Ef mál færu á þennan veg yrðu tveir fastráðnir menn í fullu starfi hjá slökkviliðinu og einn til tveir slökkviliðsmenn tækju bakvaktir á móti fastráðnum mönnum.

 

Lagt er til að aðalslökkvistöð verði í Borgarnesi en aðrar slökkvistöðvar verði staðsettar á eftirtöldum stöðum: Stærri útstöðvar verði á Hvanneyri, Reykholti og á Bifröst. Minni útstöðvar verði í Bæ í Bæjarsveit, Laugagerðisskóla og Húsafelli. Ekki er aðstaða fyrir hendi á Bifröst og Húsafelli en nefndin leggur til að stefnt verði að því að koma þeim upp og laga húsnæði, meðal annars á Hvanneyri og í Borgarnesi.

Búið er að festa kaup á nýrri Renault slökkvibifreið er verður tilbúin síðari hluta sumars. Sú verður staðsett í Borgarnesi. Auk þess liggur fyrir að Skorradalshreppur hefur keypt nýja Ford bifreið sem verður afhent slökkviliðinu til afnota með þeim skilyrðum að slökkviliðið sjái um rekstur hennar og bifreiðin verði staðsett innan tíu kílómetra frá hreppnum.

 

Vinnuhópurinn leggur til að gengið verði til samninga við Skorradalshrepp á svipuðum nótum og gert var við Eyja- og Miklaholtshrepp. Einnig að unnið verði að því að gera samninga bæði við slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um aðstoð við mengunarslys og við slökkvilið Stykkishólms á sama grunni og samningur við slökkvilið Akraness.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is