Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. desember. 2006 09:25

Þyrill og ÍA í samstarf um sölu flugelda

Frá undirritun samstarfssamningsins.
Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi og Knattspyrnufélag ÍA hafa gert með sér samkomulag um samstarf varðandi sölu flugelda.  Þyrill hefur um áratuga skeið staðið að sölu flugelda um hver áramót og lagt afrakstur starfseminnar til góðra mála meðal annars björgunarsveita, sjúkrahússins á Akranesi og fleiri aðila.  Nú hefur tekist samkomulag með Þyrli og Knattspyrnufélagi ÍA um að liðsmenn knattspyrnufélagsins komi að sölu flugelda með kiwanisfélögum og er ætlunin meðal annars að ná til stuðningsmanna ÍA liðsins utan Akraness. 

 

Hagnaður af sölunni fer síðan áfram til góðra málefna, annars vegar með styrkjum Kiwanis og hins vegar til starfsemi knattspyrnufélagsins og í því sambandi má nefna að  unglingastarf félagsins mun fá hluta þeirra fjármuna sem skila sér af sölunni. Í tilkynningu frá félögunum segir að þau séu sammála um að starfa saman að öflugum forvarnarmálum fyrir ungt fólk og er því vonandi að samstarfið skili góðum árangri í framtíðinni. 

 

Þeir Guðni Tryggvason og Ólafur Sölvason skrifuðu undir samkomulagið fyrir hönd Þyrils, en Gísli Gíslason og Örn Gunnarsson fyrir hönd knattspyrnufélagsins.  Einnig var viðstödd undirritun samkomulagsins Svava Ragnarsdóttir starfsmaður Unglingaráðs Knattspyrnfélags ÍA og Sigmundur Ámundason gjaldkeri Rekstrarfélags meistaraflokks og 2. flokks.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is