Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. desember. 2006 10:53

Ráðinn framkvæmdastjóri þriggja ungmennafélaga

Fyrir skömmu var Gunnar Örn Arnarson ráðinn framkvæmdastjóri þriggja ungmennafélaga á Snæfellsnesi. Um 50% starf  er að ræða hjá  Víkingi Ólafsvík,  Reyni Hellissandi og Ungmennafélagi Staðarsveitar. Starfið er alveg nýtt af nálinni og er sett á fót í tilraunaskyni fram á haust. Gunnar, sem er aðeins 22 ára, er fæddur og uppalinn á Hellissandi en stundaði nám í Reykjavík og útskrifaðist sem stúdent 2004.

 

Skessuhorn sló á þráðinn til Gunnars til þess að forvitnast  aðeins um hvernig honum líkaði nýja starfið og í hverju það fælist.

 

„Ástæðan fyrir því að mér var boðið starfið er líklega sú að ég hef verið mikið viðloðandi knattspyrnustarfið hér á svæðinu og stundað íþróttir alla mína ævi. Þar sem starfið er alveg nýtt er það jafnframt í mikilli þróun og ég er smátt og smátt að koma mér inn í hlutina,“ segir Gunnar. Aðspurður um í hverju starfið fælist, svarar Gunnar: „Ég hef séð um að fríska upp á vefinn -  www.vikingur.vdsl.is og koma upp skrifstofu í Ólafsvík en einnig mun ég vinna með stjórnum ungmennafélaganna. Á skrifstofunni hittist fólk á laugardögum og tippar í getraunum en það er talsverður áhugi á slíku hér og mikill kultúr í kringum það“.

 

Gunnar bætir því við að fólk á svæðinu hafi tekið honum afar vel og hann hlakki til að takast á við verkefnið, enda af nægu að taka, en ráðningasamningur hann við ungmennafélögin er fram á næsta haust.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is