Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. desember. 2006 12:01

Sigurður Rúnar tekur við Norðurmjólk

Mjólkurbú MS í Búðardal
Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkurbússtjóri MS í Búðardal hefur verið ráðinn mjólkurbússtjóri hjá Norðurmjólk á Akureyri og tekur við því nýja starfi 1. janúar. Sævar Hjaltason framleiðslustjóri hjá MS í Búðardal tekur við starfi Sigurðar Rúnars. Sigurður Rúnar hefur starfað hjá mjólkurbúinu í Búðardal frá 15. apríl 1977 og sat í 28 ár í sveitarstjórn í Búðardal.

 

 

Sigurður Rúnar segir ráðningu sína til Norðurmjólkur hafa átt sér skamman aðdraganda og tengist þeim breytingum sem verða á skipulagi mjólkuriðnaðarins um áramótin en þá verður til rekstrarfélag sem sjá mun um framleiðslu, sölu og dreifingu mjólkurvara á langstærstum hluta landsins. Markmiðið með þeim breytingum er að auka hagræðingu í greininni.

 

Aðspurður hvort líta megi svo á að með brotthvarfi hans úr Búðardal fari vegur mjólkurbúsins þar minnkandi segir hann svo alls ekki vera og vísar til fréttar Skessuhorns frá 31. október en þar sagði Guðbrandur Sigurðsson forstjóri MS að rekstur fyrirtækisins í Búðardal verði áfram ein af meginstoðum í rekstri fyrirtækisins.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is