Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. desember. 2006 08:37

Vill minnka óþægindi frá starfsemi skipalyftunnar

Skipalyftan og næsta nágrenni hennar
Íbúi við Bakkatún á Akranesi hefur sent bréf til bæjaryfirvalda þar sem vakin er athygli á óþægindum sem hann segir að íbúar í nágrenni við skipalyftuna við Lambhúsasund hafi orðið fyrir vegna starfseminnar þar. Vill hann að svo verði búið um hnútana gagnvart nýjum leigjenda lyftunnar að ekki þurfi að koma til árekstra eins og undanfarin ár. Bæjarráð Akraness fjallaði um málið og þakkaði bréfritara fyrir ábendingarnar.

 

 

Bréfritari, Helgi Guðmundsson, vísar í bréfinu til frétta Skessuhorns um að í undirbúningi væri að leigja Daníelsslipp skipalyftuna. Af því tilefni rifjar Helgi upp þau óþægindi og deilur sem orðið hafa undanfarin ár, einkum á sumrin, um starfsemi í lyftunni. „Verktakar, yfirleitt að sunnan, hafa hreinsað og sprautað skip og alls ekki gætt þess að koma í veg fyrir að málningarúði frá starfsemi þeirra dreifist um Neðri Skagann, íbúum til tjóns og skapraunar“ segir orðrétt í bréfi Helga.

 

Hann vill nú nota tækifærið til þess að binda nýjan leigusamning „nauðsynlegum skilyrðum um varnir gegn málningarúða og sandblæstri“. Ekki sé nóg að verktakar dreifi skiltum um nærliggjandi götur þar sem íbúarnir eru varaðir við,  „rétt eins og þeir eigi að hverfa á brott á meðan vinna við skip stendur yfir.“

 

Þá telur Helgi loforð um að vinna ekki við málningu og sandblástur nema í tilteknum vindáttum því reynslan sýni að vindáttir breytist með litlum fyrirvara og verktakar fylgi ekki loforðum. Hann telur líklegt að eina raunhæfa leiðin til lausnar sé að reist verði skýli við þá hlið er að byggðinni snýr þannig að hægt verði að vinna í lyftunni óháð vindáttum. Einnig vekur hann athygli á því að fyrirtækið Daníelsslippur hafi enga reynslu af að vinna við þau skilyrði sem á Akranesi eru, „þar sem það hefur allan sinn starfstíma búið við allt önnur og skjólbetri skilyrði.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is