12. desember. 2006 03:15
Félagsmálanefnd Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að um áramót verði teknar verði upp greiðslur til heimavinnandi foreldra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Einnig leggur nefndin til að sveitarfélagið greiði foreldrum kostnað vegna dvalar barna hjá dagforeldrum enda komist þau ekki inn á leikskóla þrátt fyrir að hafa til þess rétt. Lagt er til að þessi kostnaður verði greiddur aftur í tímann eða frá 1. ágúst á þessu ári.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar mun fjalla um málið á fundi sem hefst í dag kl. 16.
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur leikskóli í Hvalfjarðarsveit verið gjaldfrjáls um nokkurt skeið.