Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. desember. 2010 05:00

Giljagaur lagður af stað ofan úr gili

Við höldum áfram að rýna í og nýta okkur fróðleik Árna Björnssonar í Sögu daganna en þar kemur fram að hinir íslensku jólasveinar eru öldungis óskyldir hinum alþjóðlega rauðklædda Santa Claus sem er kominn af dýrlingnum Nikulási biskupi. Þeir eru af kyni trölla og voru upphaflega barnafælur. Á þessari öld hafa þeir mildast mikið og klæða sig stundum í rauð spariföt en geta samt verið þjófóttir og hrekkjóttir.

Og það er ekki laust við að eitthvað af slíku eimi enn eftir í þeim jólasveini sem kemur í nótt til byggða en það er hann Giljagaur. Hann er mikill príluköttur og þegar fjósamaður og kona bregða sér afsíðis til þess að spjalla, skríkir Giljagaur af ánægju og nær sér í mjólkurlög og froðu á leiðinni út. 

 

Giljagaur var annar,

með gráa hausinn sinn.

Hann skreið ofan úr gili,  

og skaust í fjósið inn.

 

Hann faldi sig í básunum

og froðunni stal, 

meðan fjósakonan átti

við fjósamanninn tal.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is