Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. desember. 2006 09:15

Minningarsjóður séra Jóns M. lagður niður

Stjórn Minningarsjóðs séra Jóns M. Guðjónssonar og Akraneskaupstaður hafa gert með sér samkomulag um að leggja niður starfsemi sjóðsins og tekur bæjarfélagið að sér að varðveita og taka yfir allar eignir og skuldbindingar sjóðsins. Bæjarfélagið mun annast áframhaldandi rekstur húss félagsins í þeim anda sem verið hefur en þó í samræmi við samþykktir bæjarstjórnar á hverjum tíma.

 

 

Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í október fór stjórn minningarsjóðsins fram á það við bæjaryfirvöld að rekstrarformi sjóðsins yrði breytt, en sjóðurinn rekur meðal annars listasetrið Kirkjuhvoll. Kirkjuhvoll, eins og húsið heitir, þjónaði lengst af sem prestsetur fyrir Akranessókn. Séra Þorsteinn Briem bjó í húsinu frá byggingu þess til ársins 1946, þá bjó séra Jón M. Guðjónsson í húsinu til ársins 1975 og loks séra Björn Jónsson til ársins 1978

Séra Jón M. Guðjónsson lést árið 1994. Hinsta ósk hans var sú að á Görðum myndi rísa listasafn. Byrjunaráfangi að þeirri draumsýn varð að veruleika er minningarsjóði um séra Jón tókst, með stuðningi Akranesbæjar, að fjármagna kaup á Kirkjuhvoli. Þar hefur nú verið rekið Listasetur síðan í janúar 1995.

 

Í samningnum sem nú hefur verið gerður segir að aðilar séu sammála um að breyttar aðstæður frá stofnun sjóðsins valdi því að nauðsynlegt sé að leggja sjóðinn niður enda forsendur ekki í samræmi við upphaflegar væntingar stofnaðila. Hætti bæjarfélagið rekstri í húsinu mun það afhenda andvirði hússins og listmuni alla til Byggðasafnsins í Görðum. Verði listasafn stofnsett á næstu árum í Byggðasafninu munu listmunir og andvirði hússins renna til Byggðasafnsins sem framlag til listasafns.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is