Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. desember. 2006 10:16

Umhverfismat í sjó í fyrsta skipti á Íslandi

Á næstu vikum mun fara fram undirbúningur að umhverfismati á áhrifum malarnáms í Hvalfirði. Umhverfismat í sjó hefur ekki áður farið fram hérlendis og má því búast við að þessi rannsókn verði nokkuð stefnumarkandi. Rannsóknir fara væntanlega fram á næsta ári og sýnatökur verða að mestu framkvæmdar næsta sumar.  Fyrirtækið Hönnun hf. á Akranesi mun annast matið oger fyrsta skref verksins undirbúningur tillögu að matsáætlun. Starfsmenn Hönnunnar hafa undanfarið haldið nokkra fundi með ýmsum aðilum sem telja sig málið varða, m.a. fulltrúum Hvalfjarðarsveitar og Kjósarhrepps. Að sögn starfsmanna Hönnunnar eru fundirnir haldnir til að fara yfir málið og greina á ítarlegan hátt hvaða þætti bera að skoða í mati á umhverfisáhrifum.

 

Hugmyndin er að gefa sveitarstjórnum á svæðinu tækifæri til að koma að þessari vinnu, fá sem flest sjónarmið fram strax og koma þannig í veg fyrir að athugasemdir og ábendingar berist eftir að matið hefur verið unnið.

 

Efnistaka hefur farið fram í Hvalfirði nánast viðstöðulaust síðastliðin tíu ár og hafa komið fram áhyggjuraddir íbúa beggja vegna fjarðarins sem telja að malarnámið hafi skaðleg áhrif á lífríki og strandlengju m.a. á svæði sem fellur undir náttúruminjaskrá. 

 

Starfsleyfi Björgunnar rann út í júní árið 2005 og úrskurðaði umhverfisráðherra nýlega að nýtt starfsleyfi skuli vera háð umhverfsmati. Líklegt er talið að Björgun leiti til dómstóla til að fá endanlega úr því skorið, en þess má að lokum geta að fyrirtækið hefur fengið bráðabirgðaleyfi til malartekju fram til ársins 2008.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is