Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. desember. 2006 11:20

Breiðafjarðarnefnd vill rannsaka fækkun sjófugla

Toppskarfur. Mynd:Jón Baldur Hlíðberg
Breiðafjarðarnefnd hefur óskað eftir fjármagni frá umhverfisráðuneytinu svo hægt verði að rannsaka ástand sjófuglastofna á Breiðafirði og mögulegar ástæður fyrir fækkun í þeim. Nefndin er lögum samkvæmt umhverfisráðherra til ráðgjafar um allt er lýtur að framkvæmd laga um vernd Breiðafjarðar og á vettvangi hennar hefur fækkun sjófugla verið til umræðu og samþykkti nefndin á dögunum að vekja athygli umhverfisráðherra á þessari fækkun.

 

 

Í bréfi til ráðherra segir að mikil fuglamergð sé eitt af sérkennum Breiðafjarðar en á síðustu árum hafi borið á fækkun sjófugla á svæðinu. Þá kemur fram að heimamönnum og sérfræðingum beri saman um að undanfarin ár, sérstaklega árin 2005 og 2006, hafi verið mörgum sjófuglategundum á svæðinu sérstaklega óhagstæð og að fækkað hafi í stofnum ýmissa tegunda, svo sem toppskarfs, ritu, teistu, kríu og sumra máfa. Einnig telja sumir heimamenn að staðbundin fækkun hafi orðið á dílaskarfi.

 

Þá bendir nefndin á að málið hafi verið rætt á Alþingi og í norrænu samstarfi hafi verið bent á nauðsyn þess að kanna fækkun í stofnum sjófugla á Norður-Atlantshafi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is