Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. desember. 2006 02:22

Akraneskaupstaður styrkir MND félagið

Jón Pálmi afhendir Guðjóni styrkinn
Jón Pálmi Pálsson bæjarritari á Akranesi afhenti í dag Guðjóni Sigurðssyni formanni MND félagins styrk að upphæð 150 þúsund krónur. Þetta er í annað sinn sem bæjarfélagið styrkir félagasamtök í stað þess að senda út jólakort. Jón Pálmi sagði það mikinn heiður að fá að afhenda styrkinn fyrir hönd bæjarins. Hann sagði baráttu félagsmanna MND félagsins ávallt vekja aðdáun og því vildi bæjarfélagið leggja starfi þess lið.

 

 

 

Guðjón þakkaði fyrir stuðninginn og sagði hann ómetanlegan. Félagið væri fámennt og því væri stuðningur sem þessi kærkominn. Hann afhenti bæjarfélaginu eintak af „Ljóð í sjóð“ sem er bók og geisladiskur sem félagið gaf út fyrir nokkru með stuðningi íslenskra listamanna. Bókin er fagurlega myndskreytt ljóð og á geisladisknum eru lög og ljóðaupplestur skáldanna sem gáfu verk sín.

 

Í MND félaginu eru að jafnaði tuttugu félagsmenn. Fjórir greinast með sjúkdóminn á ári og fjórir kveðja félagið árlega að jafnaði að sögn Guðjóns. MND-Motor Nourone Disease er banvænn sjúkdómur sem ágerist venjulega hratt og herjar á hreyfitaugar líkamans sem flytja boð til vöðvanna. Af honum leiðir máttleysi og lömun í handleggjum, fótleggjum, munni hálsi og svo framvegis. Að lokum er um algera lömun að ræða. Vitsmunalegur styrkur helst þó óskaddaður. Líftími sjúklinga eftir að þeir fá sjúkdóminn er frá 1-6 árum en sumir lifa lengur. Ekki er vitað um orsök sjúkdómsins.

 

Þeim sem vilja fræðast meira um sjúkdóminn eða styrkja starf félagsins geta farið á heimasíðu félagsins www.mnd.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is