Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. desember. 2006 10:57

Skólanefnd vill loka öllum leikskólum á sama tíma

Skólanefnd Akraness hefur samþykkt að mæla með því að sumarlokanir allra þriggja leikskóla bæjarfélagsins verði á sama tíma á næsta ári tvær vikur í kringum verslunarmannahelgina. Á undanförnum árum hafa leikskólarnir verið lokaðir tvær vikur á sumri en ekki á sama tíma. Á fundi skólanefndar kom fram að leikskólastjórar telji að æskilegasta fyrirkomulagið sé að leikskólarnir loki allir á sama tíma tvær vikur aðliggjandi að verslunarmannahelgi. .

 

„Á þeim tíma eru flestir foreldrar í sumarleyfi og skipulagið verður auðveldara frá ári til árs ef alltaf er um sama tímabil að ræða“ segir orðrétt í bókun nefndarinnar

 

Þá samþykkti skólanefnd að styðja ósk leikskólastjóra um að leikskólarnir loki einn dag á ári „til að sinna fræðslu starfsfólks“ eins og segir í ósk leikskólastjóra. Nefndin kynnti sér málið í öðrum sveitarfélögum og bókaði að starfsfólk hefði alla jafna einn dag á ári sem ætlaður er til námskeiðahalds auk tveggja skipulagsdaga. „Skólanefnd styður að gerð verði tilraun með að heimila leikskólum að hafa þrjá skipulagsdaga á komandi ári 2007 og hann tímasettur á skipulagsdegi grunnskólanna.

 

Málið kom til afgreiðslu bæjarráðs sem ákvað að kalla sviðsstjóra fræðslusviðs til viðræðna um málið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is