Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. desember. 2010 05:00

Þvörusleikir á leið niður fjallshlíðarnar

Fyrsti þekkti jólasveinnin var Sankti Nikulás frá Myru (Tyrkland í dag) en hann var einkabarn ríkrar fjölskyldu. Hann varð munaðarlaus á unga aldri þegar báðir foreldrar hans dóu í plágunni. Hann ólst upp í klaustri en um 17 ára aldur varð hann einn af yngstu prestum sögunnar. Margar sögur eru til af gjafmildi Nikulásar og gaf hann allan sinn auð til bágstaddra og þá sérstaklega barna. Sagan segir að hann hafi látið poka með gulli detta niður um reykháfa eða hent pokunum inn um glugga og ofan í sokka sem héngu til þerris á arinhillum.

Fjórði jólasveinninn í röðinni er Þvörusleikir, mjór eins og girðingarstaur og finnst ekkert betra en að sleikja þvörur og er líklega í þessum skrifuðum orðum að skálma niður fjallshlíðarnar á leið til byggða. Hann mun lauma einhverju í skófatnað barnanna í nótt og e.t.v. fálma eftir kunnuglegu eldhúsáhaldi til þess að sleikja.

 

Sá fjórði Þvörusleikir,

var fjarskalega mjór.

Og ósköp varð hann glaður,

þegar eldabuskan fór.

 

Þá þaut hann eins og elding

og þvöruna greip.

Og hélt með báðum höndum

því hún var stundum sleip. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is