Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. desember. 2006 04:15

Íbúum Snæfellsbæjar fækkar vegna tafa á útgáfu dvalarleyfa

Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ telur líklegt að þegar Hagstofa Íslands birtir tölur um íbúafjölda 1. desember þá muni koma í ljós að íbúum í bæjarfélaginu hafi fækkað talsvert frá 1. desember í fyrra. Ástæðan er ekki sú að mikill fólksflótti hafi verið frá bæjarfélaginu heldur að margir erlendir starfsmenn hafi ekki sótt um dvalarleyfi frá Útlendingastofnun eða bíði eftir afgreiðslu stofnunarinnar á dvalarleyfum.

 

 

Kristinn Jónasson bæjarstjóri segir í samtali við Skessuhorn þessa staðreynd vera nýtt verkefni fyrir sveitarfélög eins og Snæfellsbæ, það er að þurfa að fylgjast með því að fólk sem er í vinnu í sveitarfélaginu gangi í það verk að sækja formlega um dvalarleyfi. Í því sambandi bendir Kristinn á að áður fyrr fengu erlendir ríkisborgarar ekki kennitölu nema jafnframt að sækja um dvalarleyfi.  Hann segir það skipta viðkomandi sveitarfélag miklu máli að fólk sé rétt skráð þann 1. desember ár því út frá því eru útsvarstekjur ársins ákvarðar.

 

Hann segir að í lauslegri könnun sem starfsfólk Snæfellsbæjar vann um síðustu mánaðarmót hafi komið í ljós að 22 einstaklingar, sem eru að vinna hjá fyrirtækjum í Snæfellsbæ, hafi ekki verið skráðir til heimilis á Íslandi.  Snæfellsbær hefði brugðist við þessu og vonandi yrði það til þess að flest allir sem vitað er um komist á íbúaskrá í desember og framvegis yrði  kannað reglulega hjá fyrirtækjum hvort allir erlendir starfsmenn þeirra væru með lögheimili í Snæfellsbæ.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is