Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. desember. 2006 08:26

Samningur um ritun Sögu Akraness framlengdur

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að framlengja samning við Gunnlaug Haraldsson um ritun sögu Akraness frá landnámi til ársins 1941. Fyrir verkið samkvæmt nýjum samningi fær Gunnlaugur greiddar 10 milljónir króna. Áður hefur Akraneskaupstaður greitt Gunnlaugi rúmar 44 milljónir króna fyrir störf sín við ritun sögunnar á undanförnum árum. Heildarkostnaður við ritun sögunnar gæti orðið rúmlega 65 milljónir króna þegar verkið verður tilbúið til prentunar.

 

 

Upphaflega samdi Akraneskaupstaður við  Jón Böðvarsson um ritun sögu Akraness og var ætlað að hún yrði gefin út í þremur bindum. Kom fyrsta bindið út árið 1992 og bar nafnið Akranes-Frá landnámi til 1885. Jón sagði sig frá verkinu árið 1997 og hafði þá fengið greiddar rúmar 9,2 milljónir króna fyrir störf sín. Þegar Jón sagði sig frá verkinu var samið við Gunnlaug um verkið og hefur hann unnið að því síðan. Samningur við hann var endurnýjaður árið 2002 og einnig árið 2004 og er því nú endurnýjaður í þriðja sinn. Af útgáfu hefur hins vegar ekki orðið ennþá þrátt fyrir margra ára störf.

 

Samkvæmt nýjasta samningnum er við það miðað að ritun fyrsta bindis skuli lokið „í umsömdu horfi“ 30.mars 2007 og að ritið teljist tilbúið til prentvinnslu 15. september 2007. Ritun annars bindist hefjist 1. október 2007 og það verði tilbúið til prentvinnslu 30. júní 2008.   

 

Eins og áður sagði fær Gunnlaugur greiddar 10 milljónir króna fyrir  að ljúka ritun sögunnar sem koma til viðbótar þeim rúmu 44 milljónum sem hann hefur þegar fengið. Áður hafði Jón Böðvarsson fengið greiddar rúmar 9 milljónir króna og einnig hefur bæjarfélagið greitt tæpar 1,4 milljónir króna vegna prófarkalesturs og útgáfukostnaðar á bindi því er gefið var út eftir Jón. Mun heildarkostnaður bæjarfélagins því verða rúmar  65 milljónir króna af útgáfunni þegar til prentvinnslu sögunnar kemur.

 

Í niðurlagi nýgerðs samnings segir að söguritari ábyrgist gæði verk síns og verktíma, en Akraneskaupstaður greiðslu verklauna. Takist ekki að ljúka verkinu innan umsaminna tímamarka er sveitarfélaginu heimilt að rifta samningnum og krefjast endurgreiðslu þess er greitt hefur verið inn á verkið. Haldist tímaákvæði samningsins mun því seinna bindi sögunnar koma út rúmum 20 árum eftir að vinna við verkið hófst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is