Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. desember. 2006 12:19

Ullarselskonur gefa jólagjöf til skólans á Hvanneyri

Í vikunni fóru allir bekkirnir í Grunnskólanum á Hvanneyri í læri að þæfa ull til Ullarselskvennanna á svæðinu og var það jólagjöf þeirra kvenna til skólans. Í samtali við Ástu Sigurðardóttur, talsmann Ullarselsins, sagði hún að þær konur legðu ríka áherslu á að efla tengslin við íbúa svæðisins og það að fá krakkana til sín, væri liður í því. Það væri alltaf mjög gaman að fá þau í heimsókn, kenna unga fólkinu handtökin við að þæfa og leyfa þeim að búa til hluti úr ullinni.

Börnin væru afskaplega áhugasöm og sérlega kurteis, en Ásta sagði nógu marga vera til þess að tala um óþægð í krökkum en gleyma að koma því að þegar þau væru prúð og stillt.  

 

Konurnar í Ullarselinu hefðu ákveðið að taka ekki gjald fyrir þessa heimsókn, heldur skyldi hún vera jólagjöf þeirra til skólans og hefði verið sérlega ánægjulegt fyrir þær að gefa þessa gjöf. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is