Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. desember. 2006 03:43

Krónan opnar verslun á Akranesi á sunnudag

Inga Dóra Steinþórsdóttir var í óða önn að fylla hillur
Krónan opnar lágvöruverðsverslun á Akranesi á sunnudaginn. Verslunin er til húsa í nýbyggingu sem risið hefur á Miðbæjarreitnum á Akranesi á undanförnum mánuðum. Í því húsi opnaði verslun BT fyrir skömmu og bráðlega opnar þar veitingastaður undir merkjum Subway. Verslun Krónunnar er í rúmlega 1.600 fermetra húsnæði og í boði verða rúmir 7 þúsund vöruflokkar að sögn Sigurðar Markússonar hjá þróunarsviði Kaupáss.

 

Hluti af lengsta kjötborði landsins.
Undanfarna daga hafa starfsmenn Krónunnar lagt nótt við dag til þess að undirbúa opnunina og í dag voru um sextíu starfsmenn við störf í versluninni við lokafrágang. Sigurður segir að þrátt fyrir að um sé að ræða verslun sem ætli sér að bjóða lægstu verð sem þekkist á markaðnum verði þjónusta við viðskiptavininn mjög mikil. Nefnir hann í því sambandi að í versluninni verði lengsta kjötborð landsins og úrvalið eftir því. Við kjötborðið starfi kjötiðnaðarmenn sem þjóna muni þörfum þeirra viðskiptavina sem þess óska. Öll vinnsla kjöts sem þar fer fram verði sýnileg til þess að tryggja vissu neytenda fyrir vönduð vinnubrögð.

 

Í versluninni verður einnig hægt að kaupa heita rétti sem matreiddir verða í fullkomnu eldhúsi verslunarinnar og þar verður einnig salatbar. Þá verður bakarí í búðinni til þess að tryggja ferskleika. Afgreiðslukassar verslunarinnar verða af nýrri gerð þar sem afgreiðslufólkið mun koma vörunni fyrir í innkaupapokum til hagræðis fyrir neytendur.

 

Sigurður segir Akranes afar spennandi markað sem starfsfólk Krónunnar vilji sinna af kostgæfni með sem lægstum tilkostnaði fyrir neytendur. Í versluninni verða tíu stöðugildi. Verslunin opnar á sunnudaginn kl.13 og verður opin alla daga eins og aðrar verslanir Krónunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is