18. desember. 2006 08:00
Hreppsnefnd Reykhólahrepps hefur vísað til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs samningi milli sveitarfélagsins og Knattspyrnusambands Íslands um byggingu sparkvallar. Á næstu vikur fer fram athugun á heppilegri staðsetningu vallarins. Bætist Reykhólhreppur því á næstunni í hóp fjölmargra sveitarfélaga á landinu sem komið hafa upp sparkvelli í samstarfi við knattspyrnuhreyfinguna á undanförnum tveimur árum.