Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. desember. 2006 10:25

Sveitarstjórn Borgarbyggðar vill auka löggæslu á þjóðvegum

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ítrekað áskorun sína til stjórnvalda um að lögreglumönnum í Borgarnesi verði fjölgað „og þeim þannig gert kleift að sinna umferðareftirliti eins og best verður á kosið. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni er varðstaða ekki hjá lögreglunni í Borgarnesi allan sólarhringinn þrátt fyrir gríðarlega aukningu á umferð um sveitarfélagið á undanförnum árum.

 

 

Á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku var samþykkt samhljóða ályktun þar sem vísað er til mikillar umræðu að undanförnu um öryggi á þjóðvegum landsins og mögulega tvöföldun á hluta vegakerfisins. Því telur sveitarstjórn rétt að benda á nauðsyn þess að löggæsla verði stórefld á vegum landsins. Til þess að það sé mögulegt sé nauðsynlegt að fjölga lögreglumönnum í þeim lögregluumdæmum þar sem umferð er mest eins og í Borgarnesi.

 

„Ljóst er að aukin umferð bæði einkabíla og þungaflutningabíla kallar á endurskoðun samgönguáætlunar og breyttar áherslur í vegagerð. Engu að síður er mikilvægt að átta sig á því að slys á vegum eru viðfangsefni sem taka verður föstum tökum með aukinni löggæslu og hertum viðurlögum við umferðarlagabrotum. Því áréttar sveitarstjórn Borgarbyggðar áskorun þess efnis að lögreglumönnum í Borgarnesi verði fjölgað og þeim þannig gert kleift að sinna umferðareftirliti eins og best verði á kosið" segir orðrétt í ályktun sveitarstjórnar Borgarbyggðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is