Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. desember. 2006 10:30

Misjöfn sýn sveitarstjórnarmanna á fjárhagsáætlun

Þegar sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 á dögunum bókuðu fulltrúar meirihlutans og minnihlutans í bæjarstjórn skoðun sína á áætluninni og þar kemur glöggt fram hversu misjöfnum augum fulltrúar einstakra stjórnmálaafla líta á verk sín. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Borgarlistans, sem mynda meirihluta bæjarstjórnar sögðu meðal annars í sinni bókun að fjárhagsáætlunin sýndi „vel þann vöxt og þá uppbyggingu sem á sér stað í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Þessi fjárhagsáætlun er metnaðarfull áætlun sem verður leiðarljós við rekstur Borgarbyggðar á komandi ári“ segir í bókuninni.

 

 

Þá kemur fram að þjónustustigið í sveitarfélaginu sé hátt og sífellt sé unnið að því að efla og bæta aðbúnað íbúa sveitarfélagsins. „Það er staðföst trú okkar, sveitarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Borgarlista, að í Borgarbyggð sé gott að búa og vera, mannlíf fjölskrúðugt og blómlegt og framtíðin er björt.  Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2007 ber merki uppbyggingar í vaxandi sveitarfélagi en þó er gætt aðhalds í rekstri sem leiða mun til aukinnar hagsældar á komandi árum.“

 

Fulltrúar Framsóknarflokksins, sem sitja í minnihluta lögðu einnig fram bókun þar sem segir að flokkurinn hafi í kosningabaráttunni í vor lagt fram „raunhæfa stefnuskrá byggða á bestu fáanlegum upplýsingum um fjárhagsgetu sveitarfélagsins“ eins og segir í bókuninni. „Þar var ekki að finna loforðalista eins og þann sem meirihlutaflokkarnir lögðu fram og engin innistæða var fyrir.“ Telja fulltrúarnir að hvergi sé að finna í áætluninni merki um að meirihlutinn ætli sér að standa við þessi loforð og nefna í því sambandi gjaldfrjálsan leikskóla, aukið námsframboð í grunnskólum, umhverfismál og margt fleira. Þetta sé einkennilegt í því ljósi að tekjur sveitarfélagsins séu áætlaðar töluvert hærri „en eðlilegt var að gera ráð fyrir þegar þessi loforð voru gefin.“

 

Þrátt fyrir þetta greiddu sveitarstjórnarmenn Framsóknarflokksins fjárhagsáætluninni atkvæði sitt. „Fjárhagsáætlunin er ekki gallalaus, en hún er með vísan í ofanritað, á margan hátt líkari stefnumörkun Framsóknarmanna en meirihlutaflokkanna.  Í ljósi þess styðja fulltrúar Framsóknarmanna fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is